Patrekur Jaime edrú í eitt ár

Patrekur Jaime horfir björtum augum á framtíðina.
Patrekur Jaime horfir björtum augum á framtíðina. Ljósmynd/Aðsend

Patrekur Jaime, raunveruleikastjarna og áhrifavaldur, hefur verið án áfengis í heilt ár. 

Í tilefni þess birti hann færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hann þakkaði fjölskyldu og vinum stuðninginn. 

„Eitt ár edrú!

Who would have thought! Fyrir ári síðan tók ég þá ákvörðun að hætta drykkju eftir að hafa vitað í dágóðan tíma að ég kunni ekki að fara með vín. Æði gaf mér margt en það sem var mest gefandi var að geta séð sjálfan mig frá öðru sjónarhorni, eftir seríu 5 sá ég að ég þyrfti að breyta einhverju.

Á þessu ári hef ég farið í mikla sjálfsvinnu og mér hefur aldrei liðið betur, skemmt mér eins vel og átt eins góð samskipti við vini og fjölskyldu. Ég hefði aldrei getað þetta án fjölskyldu minnar, fyrrverandi unnusta og gömlu sem nýju vina minna.

Get ekki beðið eftir spennandi tímum á næsta ári,“ skrifaði Patrekur Jaime við færsluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar