Nicole Kidman segir frá því í nýlegu forsíðuviðtali hvernig henni hefur gengið síðan móðir hennar, Janelle Ann Kidman, lést.
Í einlægu forsíðuviðtali GQ segist hún stundum vakna upp grátandi um miðjar nætur. Hún viðurkennir að hún sé viðkvæmari fyrir lífinu og endalokum þess eftir að hún eignaðist börnin sín, sem nú eru á táningsaldri.
Á sama tíma tekst hún á við ólík hlutverk missis, uppeldis og hjónabands sem getur á köflum orðið yfirþyrmandi. Hún segir einnig í viðtalinu að allt sé til þess fallið að þroska og fullkomna manneskjuna.
Kidman fékk fréttirnar af andláti móður sinnar rétt áður en hún mætti til að kynna nýjustu kvikmynd sína Babygirl á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.
Á þeim tíma þurfti leikstjóri myndarinnar, Halina Reijn, að lesa upp úr þakkarræðu Kidman þegar hún var útnefnd á hátíðinni sem besta leikkonan fyrir leik sinn í Babygirl. Sjálf segist Kidman döpur yfir að móðir hennar hafi ekki lifað til að sjá nýjustu mynd hennar, sem hún hlakkaði svo til þess að sjá.