Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala

Mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barns er Katrínu ofarlega …
Mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barns er Katrínu ofarlega í huga. Danny Lawson / POOL /AFP

Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala vegna málstaðar sem henni stendur afar nærri, tveimur vikum eftir að hún tók þátt í minningarviðburði í Royal Albert Hall og á meðan hún jafnar sig eftir lyfjameðferð við krabbameini.

Í dag kom fram í tilkynningu frá konungshöllinni að prinsessan af Wales, 42 ára, hafi haldið fund fyrir ungbarnateymi sitt í Windsor-kastala þann 19. nóvember. 

Árið 2021 stofnaði Katrín, ásamt eiginmanni sínum Vilhjálmi prins, Royal Foundation Center for Early Childhood. Framtakið er tileinkað vitundarvakningu og ætlað að undirstrika mikilvægi fyrstu fimm áranna í lífi barns og hvernig stuðningur við félagslegan og tilfinningalegan þroska geri það hamingjusamara og heilbrigðara á fullorðinsárum. 

Katrín sneri aftur að konunglegum skyldum sínum í þessum mánuði eftir að hafa tilkynnt að hún hefði lokið lyfjameðferð. 

Katrín og Vilhjálmur prins standa saman að verkefninu Royal Foundation …
Katrín og Vilhjálmur prins standa saman að verkefninu Royal Foundation Center for Early Childhood. Danny Lawson / POOL /AFP

People

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar