Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn

Hér taka aðstandendur sjónvarpsþáttanna Verbúðarinnar við Eddu-verðlaunum árið 2023. Slíkir …
Hér taka aðstandendur sjónvarpsþáttanna Verbúðarinnar við Eddu-verðlaunum árið 2023. Slíkir þættir munu framvegis tilheyra flokkum íslensku sjónvarpsverðlaunanna. Morgunblaðið/Eggert

Í tilkynningu frá fulltrúum íslensku sjónvarpsstöðvanna segir að stofnað hafi verið til sérstakra sjónvarpsverðlauna og er stefnt að því að þau verði afhent í fyrsta sinn í maí á næsta ári. 

Þeir ljósvakamiðlar sem standa að verðlaununum eru Sjónvarp Símans, Sýn og RÚV. Verðlaun verða veitt fyrir það sjónvarpsefni sem frumsýnt er á sjónvarpsstöðvum miðlanna.

Nýjungin er tilkomin vegna samtals við ÍKSA um að skilja að afhendingu verðlauna fyrir sjónvarpsefni annars vegar og hins vegar kvikmyndir, sem áður voru veitt á hinni árlegu Eddu-verðlaunahátíð.

Fyrr á árinu voru Eddu-verðlaunin því einungis veitt fyrir kvikmyndir, í fyrsta skipti frá stofnun ÍKSA fyrir 25 árum.

Afhending fyrstu sjónvarpsverðlaunanna miðast við lengra tímabil, eða það efni sem frumsýnt var á árunum 2023 og 2024. Það er vegna þess að síðast voru veitt sjónvarpsverðlaun árið 2022. Í framhaldinu er áætlað að verðlaunin verði veitt árlega fyrir hvern sjónvarpsvetur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir