Kom aðdáendum í opna skjöldu

Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar er vinsæll.
Tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar er vinsæll. AFP

Rapparinn Kendrick Lamar kom aðdáendum sínum heldur betur á óvart í dag er hann gaf óvænt út 12 laga plötu.

Platan ber heitið GNX og er sjötta plata listamannsins. Birtist hún skyndilega á streymisþjónustum klukkan 17 í dag að staðartíma án einhvers konar kynningar.

Síðast gaf rapparinn út plötuna Mr. Morale & the Big Steppers árið 2022 sem sló í gegn og seldist í bílförmum.

Þá þykir tímasetning hins nýja tónverks vera nokkuð góð en rapparinn mun einmitt koma fram á hálfleikstónleikum Ofurskálarinnar í febrúar.

Tilnefndur til Grammy-verðlauna

Lamar, sem er 37 ára gamall, átti fyrr á árinu í miklum deilum við rapparann Drake þar sem mennirnir sökuðu hvorn annan um alvarleg brot í formi rímnaflæðis.

Af deilunum spruttu þó fram nokkrir af stærstu smellum ársins, þar á meðal lag Lamars Not Like Us sem var tilnefnt til fjölda Grammy-verðlauna en verðlaunin verða afhent á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir