Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan

Harry og Meghan taka áhættur með þættina sem fjalla um …
Harry og Meghan taka áhættur með þættina sem fjalla um póló íþróttina. Ljósmynd/The Kinsey Collection

Búið er að birta brot úr nýjustu Netflix-þáttum Harry og Meghan sem fjalla um póló íþróttina. Skiptar skoðanir eru meðal aðdáenda og margir segjast ekki ætla að horfa á þættina. Þá hafa dýraverndunarsamtök gagnrýnt þættina þar sem íþróttin fer illa með hestana.

Í kynningarefni Netflix segir að um sé að ræða þætti sem gefa áhorfendum innsýn í hraðan og glæsilegan heim póló íþróttarinnar. 

Samfélagsmiðillinn X (áður Twitter) logar um þessar mundir og fólk keppist við að viðra skoðanir sínar á þessu nýjasta framtaki hjónanna.

„Alls ekki! Allt sem þau snerta fer í ruslið,“ sagði einn á X.

„Ég þraukaði í 40 sekúndur og fór strax að leiðast,“ sagði einn eftir að hafa horft á kynningarmyndbandið um þættina.

Aðrir voru þó vongóðir:

„Póló virðist vera íþrótt elítunnar. Kannski mun þetta koma fólki á óvart með smá blöndu af glamúr og dramatík. Sjáum hvað setur.“

Illa gengur fyrir Harry og Meghan að fóta sig í Bandaríkjunum. Enn er beðið eftir að þau tilkynni um sýningu lífsstílsþátta Meghan sem eiga að vera tilbúnir fyrir margt löngu. Ekki er vitað hvað veldur töfunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup