Fyrsta stiklan úr sjónvarpsþáttunum um Vigdísi Finnbogadóttur birtist í dag. Fyrsti þátturinn verður sýndur á RÚV 1. janúar næstkomandi.
Kvikmyndavefurinn Klapptré birti stikluna.
Þættirnir verða fjórir talsins.
Vesturport framleiðir þættina, undir leikstjórn Björns Hlyns Haraldssonar og Tinnu Hrafnsdóttur. Nína Dögg Filippusdóttir leikur Vigdísi á fullorðinsárum en unga Vigdísi leikur Elín Hall.
Þættirnir fjalla um uppvaxtarár Vigdísar og feril hennar fram að kosningunum árið 1980 er hún var fyrst kvenna á heimsvísu lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi.