Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision

Frá ráðhúsinu í Basel.
Frá ráðhúsinu í Basel. AFP

Íbúar Basel í Sviss samþykktu í atkvæðagreiðslu að borgaryfirvöld myndu verja um 35 milljón svissneskra franka, eða um fimm og hálfum milljarði króna, í að halda Eurovision í borginni næsta vor. 

Kjörstöðum lokaði á hádegi í dag að staðartíma og benda fyrstu tölur til þess að 66,4 kjósenda hafi samþykkt að eyða fjármunum Basel í söngvakeppnina. 

Hefði niðurstaðan farið á hinn veginn hefði umfang keppninnar líklega orðið nokkuð minna en verið hefur síðustu ár.

Basel er nærri landamærum Sviss að Frakklandi og Þýskalandi. 

Nemo bar sigur úr býtum í vor með laginu „The Code“ í Malmö. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar