Sóli seldi upp á 37 sýningar

Halldór Smárason og Sóli Hólm koma saman fram á Jóla …
Halldór Smárason og Sóli Hólm koma saman fram á Jóla Hólm í Bæjarbíói í Hafnarfirði. mbl.is/Eyþór

„Nú verð ég hlekkjaður við sviðið til jóla,“ segir grínistinn Sóli Hólm sem frumsýndi á fimmtudagskvöld nýja uppistandssýningu í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Þetta er þriðja árið í röð sem Sóli treður upp í Bæjarbíói í aðdraganda jóla. Sýningin kallast Jóli Hólm eins og fyrr en prógrammið er allt nýtt. Óhætt er að segja að sýningar Sóla hafi notið mikilla vinsælda.

Fyrsta árið urðu þær 22 talsins. Í fyrra fyllti hann húsið 34 sinnum en í ár hefur hann selt upp 37 sýningar. Sýningardagarnir verða alls 22.

„Þetta er alger bilun. Rosaleg keyrsla. Ég fæ oft spurningar um það af hverju ég fari ekki með sýninguna í stærra hús. Í mínum huga er ekkert hús sem býður upp á sömu töfra og Bæjarbíó. Þar hef ég tengingu og nánd við hvern einasta áhorfanda.

Það er mikilvægt þegar þú ert að herma eftir fólki. Þá máttu ekki vera of langt frá áhorfendum. Ég myndi ekki ná eins til fólksins uppi á svölum í Eldborg í Hörpu.

Inga Sæland vinnur mikið á

Svo finnst mér þetta reyndar ótrúlega gaman. Það skemmtilega við að setja upp nýja uppistandssýningu er að leyfa henni að þróast. Þótt prógrammið sé alltaf það sama þróast hún samt. Ef ég fengi bara að koma fram tíu sinnum myndi ég gráta það að þurfa svo að henda sýningunni.“

Þótt Sóli fagni velgengninni og hafi gaman af því að koma svona oft fram á hann ekki von á því að slá þetta met, 37 sýningar á 22 dögum. „Nei, ég held að þetta sé þakið. Í fyrra hafði ég áhyggjur af röddinni í mér en hún hélt vel allan tímann. Ég þurfti reyndar að vera á sterum fyrstu helgina.

En það var öllu verra og kom mér leiðinlega á óvart að ég fékk verk bæði í mjóbakið og hnén. Mér fannst ég vera að verða gamall. Núna verð ég að vera meðvitaður um að spenna magann og rassinn vel þegar ég stend á sviðinu svo ég fái ekki í bakið.“

Grínistinn segir að ekki hafi skort efniviðinn við undirbúning sýningarinnar að þessu sinni. Því hafi verið þveröfugt farið í fyrra þegar lítið hafi gerst í þjóðlífinu milli áranna 2022 og 2023. „Núna voru forsetakosningar og svo fæ ég alþingiskosningarnar beint ofan í sýninguna.

Ég verð reyndar að viðurkenna að ég hef orðið fyrir vonbrigðum með kosningabaráttuna. Ég hélt að þetta yrði eins og 2003 þegar allir formenn voru að syngja lög en núna hefur allt verið frekar neikvætt, keyrt áfram á panikk og leiðindum.

Efniviðurinn er samt nægur. Inga Sæland stendur til dæmis alltaf fyrir sínu. Hún er orðin mín skemmtilegasta eftirherma og er búin að ryðja Páli Óskari og Gylfa Ægis úr sessi þótt þeir komi reyndar alltaf fyrir á hverri einustu sýningu.

Ég lít svo á að það sé nógu margt leiðinlegt í gangi og mitt hlutverk er að vera mótvægi við það á aðventunni.“

Lengri útgáfu af viðtalinu má finna í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan