Úr trymbli í Trump

Kameljónið Sebastian Stan.
Kameljónið Sebastian Stan. AFP/Emma McIntyre

Í hvaða heimi gerist það að sami maðurinn er fenginn til að leika Tommy Lee, trymbil bandaríska glysmálmbandsins Mötley Crüe og gulupressufóður til áratuga, og fyrrverandi og verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump?

Jú, í heiminum sem við lifum í, þú og ég, lesandi góður. Hugsaðu þér gæfuna! Ég er ekkert endilega viss um að þvílíkt og annað eins eigi sér stað í öðrum heimum. Enda svo sem ekki sjálfgefið að aðrir heimar hafi aðgang að mönnum á borð við þá kumpána Trump og Lee.

Ó, boj, segja sumir. Eins gott, segja aðrir.

Stan sem Donald Trump.
Stan sem Donald Trump.

Burtséð frá því hefði alveg verið gaman að hafa verið fluga á vegg þegar Ali Abbasi, leikstjóri kvikmyndarinnar The Apprentice, sem fjallar um uppgang Donalds Trumps í heimi viðskiptanna, upplýsti framleiðendur myndarinnar um það að hann ætlaði að fá gaurinn sem lék Tommy Lee, í hinum vinsæla en umdeilda sjónvarpsmyndaflokki Pam & Tommy, til að leika aðalhlutverkið.

En svo við komum nú loksins að leikaranum sjálfum, Sebastian Stan heitir maðurinn, þá segir þetta nú líklega meira en allt annað um fjölhæfni hans í list sinni og þá trú sem menn hafa á honum. Stan átti stjörnuleik í Pam & Tommy og fékk ljómandi fína dóma hér í blaðinu á dögunum fyrir túlkun sína á ungum Trump. Sjálfur er ég ekki búinn að sjá myndina og fyrir vikið ekki dómbær.

Þurfti að hugsa sig vandlega um

 Í viðtali við The Hollywood Reporter viðurkennir Stan að hann hafi þurft að hugsa sig vandlega um áður en hann tók hlutverk Trumps að sér, auk þess sem hann ráðfærði sig við marga. „Forstjóri kvikmyndavers sagði mér að gera þetta ekki vegna þess að ég myndi styggja hálfa þjóðina og maður sem vinnur við að ráða í hlutverk og ég ber mikla virðingu fyrir sagði: Við þurfum ekki aðra Trump-mynd, þú færð aldrei klapp á bakið fyrir þetta.“

Stan sem Tommy Lee.
Stan sem Tommy Lee.

Eins og við þekkjum þá hefur Trump sjálfur og hans dyggasta fólk hraunað yfir myndina og kallað hana „hreinan skáldskap“ og „rusl“.

Móðir Stans var þó frekar jákvæð: „Þú þarft þá alla vega að raka þig.“

Nánar er fjallað um Sebastian Stan í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan