Eiginkona Wayne Rooney kallar Trump hálfvita

Coleen, 38 ára, lítur vel út á myndinni sem tekin …
Coleen, 38 ára, lítur vel út á myndinni sem tekin var 2018. Hún heldur á Cass sem er sex ára í dag. F.v. Kit 7 ára, Kai 13 ára og Klay 10 ára. Wayne Rooney stendur lengst til hægri. Forsetahjónin standa fyrir aftan ásamt syni sínum, Barron.

Fótboltaeiginkonan og fjögurra barna móðirin, Coleen Rooney, deilir fjölskyldumynd með Trump-hjónunum og syni þeirra í nýjustu Instagram-færslu sinni. 

Rooney, sem nú er þátttakandi í raunveruleikaþáttunum I'm a Celeb þar sem hún ásamt öðrum stjörnum er sett í afar erfiðar aðstæður við fremur slæman aðbúnað, sagði tjaldfélögunum í þættinum síðastliðinn sunnudag að hún hafi hitt Trump í Hvíta húsinu fyrir jólin 2018.

Því til sönnunar setti fjölskylda hennar téða mynd inn á Instagram með orðunum: „Sönn saga ... Og já, hann var í raun svona appelsínugulur,“ og vísar hún í húðlit forsetans fyrrverandi og verðandi. 

Á þeim tíma sem Rooney-hjónin hittu Trump var Wayne Rooney yfirþjálfari hjá fótboltaliðinu DC United. 

Í sunnudagsþætti I'm a Celeb sagði Coleen að Trump væri „dirty bastard“ eða hálfviti vegna þess að hann á að hafa sagt við son sinn þegar myndin var tekin að Coleen væri sönnun þess að fótboltamenn næðu sér alltaf í heitustu píurnar.

Þá sagði Coleen einnig að Trump hefði verið áhugasamur um að Wayne tæki son hans, Barron, undir verndarvæng sinn. Barron var mikill fótboltaáhugamaður og vildi Trump að Wayne kenndi honum fótbolta, sem féll víst í grýttan jarðveg hjá Rooney-hjónunum.

DailyMail

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup