Skýrari mynd af aðdraganda andláts Liams Paynes

Liam Payne árið 2018.
Liam Payne árið 2018. AFP/Angela Weiss

Liam Payne virtist vera að reyna að flýja hótelherbergi um svalirnar áður en hann féll til dauða þann 16. október. Þetta kemur fram á Page Six.

Payne var gestur hótelsins CasaSur Palermo í Buenos Aires þegar andlát hans bar að. Myndefni úr öryggismyndavélum hótelsins sýna þrjá menn bera söngvarann í gegnum anddyrið í átt til herbergis hans.

Nú er talið að að Payne hafi reynt að komast út úr hótelbyggingunni á einn eða annan hátt.

Liam Payne borinn til grafar þann 20. nóvember.
Liam Payne borinn til grafar þann 20. nóvember. JUSTIN TALLIS / AFP

Brún leðurtaska full af pillum

Við hlið líks Paynes fannst svartur New York Yankees-hattur og Louis Vuitton-taska. Hvorugt þessara hluta sjást með honum á myndefninu úr öryggismyndavélunum, sem bendir til þess að hann hafi tekið þá með sér úr herberginu. 

Samkvæmt lögregluskýrslu á að hafa fundist brún leðurtaska full af pillum og Jack Daniel's flösku ætluðu Payne á hótelherberginu beint fyrir neðan.

Talið er að taskan hafi tilheyrt Payne og að hann hafi í fyrstu farið út á svalirnar á annarri hæð. 

Upptökur hafa einnig sýnt Payne í krampa sökum fíkniefnaneyslu í anddyri hótelsins. 

Fyrrum meðlimur One Direction, Harry Styles, við útför Paynes.
Fyrrum meðlimur One Direction, Harry Styles, við útför Paynes. JUSTIN TALLIS / AFP

Áhyggjur starfsmanns af ástandi Payne

Þrír starfsmenn hótelsins eru sagðir hafa farið með hann aftur á herbergi sitt. Þá er einn starfsmannanna sagðu hafa tekið niður spegil fyrir utan herbergi Paynes svo hann myndi ekki brjóta hann líkt og hann braut allt og bramlaði inni í herberginu. 

Samkvæmt tímalínu úr öryggismyndavélunum gerist þetta allt áður en Payne fellur af svölunum á þriðju hæð.

Úr upptöku neyðarlínusímtals frá hótelinu hringdi starfsmaður með áhyggjur af Payne sem virtist vera að ganga af göflunum inni á herberginu og sagðist óttast að hann yrði sér að voða. 

Þegar sjúkrabílinn bar að hafði Payne þegar fallið fram af svölunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir