Jólaandinn svífur yfir vötnum á Landspítalanum

Það er orðið afar jólalegt um að litast á taugadeild …
Það er orðið afar jólalegt um að litast á taugadeild Landspítalans. Samsett mynd

Það er orðið mjög jólalegt um að litast á höfuðborgarsvæðinu, jólaseríur komnar í glugga, jólalög byrjuð að hljóma í útvarpinu og ilmur af greni í loftinu, enda aðeins 28 dagar til jóla.

Starfsmenn taugalækninga- og smitsjúkdómadeilda Landspítalans eru komnir í mikið jólaskap og hafa unnið hörðum höndum við að skreyta spítalaganga deildanna og koma þeim í sannkallaðan jólabúning.

Á deildunum er búið að koma fyrir jólatrjám, auk þess sem skreytt hefur verið hátt og lágt, til að koma fólki í jólaskap.

Helga Margrét Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild, og Ryan Corcuera, hjúkrunarfræðingur á taugalækningadeild, deildu bæði skemmtilegum myndskeiðum á TikTok sem sýna jólaandann sem nú svífur yfir vötnum á spítalanum.

@helgaamargreet Laumast til að skreyta deildina á næturvakt😎🎄🎅🏼🧑🏼‍🎄 #christmas #christmascountdown #hospital #happyholidays #handwashchallenge @Steinunn @HafrunBia @Birta Líf Bjarkadótt ♬ All I Want for Christmas Is You - Mariah Carey
@ryanbengg Nú er spítali tilbúin að taka móti jól 🥳🎅 💙 og vel gert hjá @Helga Margrét Gíslad ♬ All I Want for Christmas Is You - Mariah Carey
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar