Ungfrú heimur „mæmaði“ niðrandi orð

Victoria Kjær Theilvig.
Victoria Kjær Theilvig. Ljósmynd/AFP

Hin nýkrýnda Ungfrú heimur, Victoria Kjær Theilvig, hefur fengið á sig mikla gagnrýni vegna myndbands sem sýnir hana „mæma” niðrandi orð í garð fólks með dökkan húðlit.

Theilvig deildi myndskeiði af sér á TikTok að raula með laginu Empire State of Mind, sem þau Jay-Z og Alicia Keys gerðu frægt hér um árið, er hún stóð á toppi Empire State-byggingarinnar í New York nú á dögunum.

Bandaríski rapparinn Jay-Z segir umrætt orð í rapphluta lagsins. 

Fjölmargir netverjar rituðu athugasemdir við færsluna og sögðu þetta mjög óviðeigandi. Myndbandið var snögglega fjarlægt af samfélagsmiðlasíðunni í kjölfar gagnrýninnar. 

Theilvig hefur ekki beðist afsökunar á atvikinu. 

Theil­vig, sem er 21 árs gömul og frá Danmörku, stóð uppi sem sigurvegari í fegurðarsamkeppninni sem haldin var í Mexíkóborg um miðjan mánuð. Hún er fyrsta danska kon­an til þess að hljóta titil­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup