Kjóll leikkonunnar huldi ekki mikið

Fox var afar glæsileg á rauða dreglinum.
Fox var afar glæsileg á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Stjörn­urn­ar fjöl­menntu á rauða dreg­il­inn á bresku tískuverðlaunahátíðinni (e. The Fashion Awards) sem fór fram í Royal Albert Hall í Lundúnum á mánudagskvöldið. Leikkonan Julia Fox lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og vakti mikla athygli á dreglinum, eins og oft áður, í afar efnislitlum kjól.

Fox, 34 ára, er þekkt fyrir að stela sviðsljósinu hvar sem hún stígur niður fæti, enda óhrædd að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að fatavali. Leikkonan klæðir sig gjarnan í ögrandi, undarlegar og efnislitlar flíkur sem fá viðstadda til að gapa af undrun.

Fox mætti á verðlaunahátíðina íklædd gegnsæjum kjól frá tískuhönnuðinum Dilara Findikoglu. Nýjasta fatalína merkisins leggur höfuðáherslu á kvenlega orku og línur sem kemur vel fram í korseletti kjólsins.

Julia Fox stillti sér upp fyrir ljósmyndara.
Julia Fox stillti sér upp fyrir ljósmyndara. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er vænlegri í samskiptum við foreldra og yfirmenn en gærdagurinn. Láttu engan komast upp með undanbrögð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan