Debbie Nelson, móðir bandaríska rapparans Eminem, er látin 69 ára að aldri.
Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrstur frá sorgartíðindunum.
Samkvæmt miðlinum lést móðir Eminem, sem heitir réttu nafni Marshall Bruce Mathers III, á mánudag af völdum ágengs krabbameins í lungum.
Eminem átti í stormasömu sambandi við móður sína og ásakaði hana meðal annars um vanrækslu.