Soffía prinsessa prýðir forsíðuna á nýjasta tölublaði Vogue Scandinavia. Prinsessan, sem er gift Karli Filippusi Svíaprinsi, er afar glæsileg á myndinni, klædd dimmbláum síðkjól og með hárið slegið. Forsíðumyndin er tekin í heimahéraði prinsessunnar, Älvdalen.
Danski ljósmyndarinn Hasse Nielsen á heiðurinn af myndunum sem prýða síður blaðsins.
Í tölublaðinu er að finna ítarlegt 40 blaðsíðna viðtal við prinsessuna í tilefni af 40 ára afmæli hennar, en Soffía fagnar stórafmæli sínu þann 6. desember næstkomandi.
Í viðtalinu gefur hún skemmtilega innsýn í rólegt fjölskyldulíf hennar, Karls Filippusar og þriggja sonar þeirra og ræðir einnig um meðgöngu sína, en hjónin eiga von á sínu fjórða barni í febrúar á næsta ári, og líf sitt sem meðlimur sænsku konungsfjölskyldunnar.