Stilltu sér upp í tilefni hálfrar aldar afmælis

Saturday Night Live er lang­líf­asti gam­anþáttur í banda­rískri sjón­varps­sögu.
Saturday Night Live er lang­líf­asti gam­anþáttur í banda­rískri sjón­varps­sögu. Samsett mynd

Banda­ríski gam­anþátt­ur­inn Sat­ur­day Nig­ht Live fagnaði hálfr­ar ald­ar af­mæli sínu þann 11. októ­ber síðastliðinn og mun halda upp á stóraf­mælið með sér­stök­um þriggja klukku­stunda hátíðarþætti í fe­brú­ar á næsta ári.

Í til­efni stóraf­mæl­is­ins var blásið til helj­ar­inn­ar mynda­töku með hátt í 60 liðsmönn­um, bæði fyrr­ver­andi og nú­ver­andi, leik­ara­hóps­ins, sem all­ir hafa glatt unga sem aldna í gegn­um tíðina.

Tíma­ritið New York Magaz­ine á heiður­inn af þess­um end­ur­fund­um og birti mynd­irn­ar í nýj­asta tölu­blaði sínu, titlað Rea­sons to Love New York. Banda­ríski ljós­mynd­ar­inn Dav­id LaChap­elle fékk það skemmti­lega verk­efni að taka mynd­irn­ar. 

Meðal þeirra sem stilltu sér upp fyr­ir mynda­vél­ina voru Maya Rudolph, Mike Myers, Chevy Chase, Tina Fey, Ju­lia Lou­is-Dreyfus, Seth Meyers, Jimmy Fallon, Candice Ber­gen, Amy Poehler, Bill Hader og Kristen Wiig, en á mynd­un­um má sjá liðsmenn frá upp­hafs­hópi Sat­ur­day Nig­ht Live allt til þeirra sem halda grín­inu uppi í dag. 

Fyrsti SNL-þátt­ur­inn fór í loftið þann 11. októ­ber 1975 og var það Geor­ge Carlin heit­inn sem fór á kost­um sem gesta­stjórn­andi.

View this post on In­sta­gram

A post shared by New York Magaz­ine (@nymag)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Taktu það ekki nærri þér þótt þér takist ekki að gera svo öllum líki. Ekki vera hræddur um að biðja um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Taktu það ekki nærri þér þótt þér takist ekki að gera svo öllum líki. Ekki vera hræddur um að biðja um aðstoð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Jill Man­sell
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Sofie Sar­en­brant
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir