Birgitta prinsessa látin 87 ára að aldri

Birgitta Ingeborg Alice er látin 87 ára að aldri.
Birgitta Ingeborg Alice er látin 87 ára að aldri. AFP

Birgitta Ingeborg Alice, Birgitta prinsessa af Svíþjóð, er látin 87 ára að aldri. Birgitta lést á eyjunni Mallorca þar sem hún var búsett lengi. Hún var elsta barn foreldra sinna, Gústafs Adolfs krónprins og Sibyllu prinsessu, og eldri systir Karls Gústafs Svíakonungs. 

„Með miklum söknuði barst mér í dag fregnin um að systir mín, Birgitta prinsessa, væri látin. Systir mín var litrík og hreinskiptin manneskja sem verður sárt saknað af mér og fjölskyldu minni. Ásamt allri fjölskyldu minni sendi ég í dag börnum og barnabörnum Birgittu prinsessu samúðarkveðjur, segir Karl Gústaf í yfirlýsingu. 

Birgitta hafði verið búsett í mörg ár á Mallorca þar sem hún undi sér við leik og störf. Hún ólst upp í Hagakastala sem ein af „Hagasessunum“ og var ekkja Jóhanns Georgs prins af Hohenzollern. Hún lætur eftir sig þrjú börn.

Fann ástina í München

Birgitta bjó lengi í München þar sem hún lærði þýsku en þar fann hún ástina þegar hún kynntist eiginmanni sínum, Jóhanni Georgi prins. Þar lærði hún líka saumaskap og lærði að vera íþróttakennari.

Birgitta flutti síðar til Mallorca þar sem golf var mikið áhugamál. Birgitta prinsessa stofnaði einnig HELP Foundation, sem hefur það að markmiði að aðstoða viðkvæm börn í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Þú jarðbundinn í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Sarah Morgan
4
Jenny Colgan