Engin íslensk tónlistarkona rataði á topplista Spotify sem hefur að geyma tíu vinsælust tónlistarmenn og lög meðal Íslendinga árið 2024. Þar eru þó tíu íslenskir karlar.
Sú hátíð er nú gengin í garð að Spotify hefur að nýju gefið út svokallaða Wrapped-lista sína fyrir árið og hefur gefið hverjum og einum notanda yfirlit yfir þá tónlist sem hann hefur hlustað hvað mest á á liðnu ári.
Streymisveitan hefur því enn á ný opnað flóðgáttir inn í hringrásir samfélagsmiðlanna, þar sem hver hlustandi á fætur öðrum keppist nú við að deila topplistanum sínum fyrir árið 2024.
Þegar litið er yfir topplista þjóðarinnar má finna lög eftir poppara á borð við PATR!K, ICEGUYS eða ClubDub. Og aldrei virðist landinn fá leið á Bubba.
En athygli vekur að ekki ein einasta tónlistarkona naut slíkra vinsælda meðal Íslendinga að hún skyldi enda á topplista Íslendinga, hvort sem litið er á vinsælustu lög ársins eða vinsælustu tónlistarmennina.
Þau lög sem Íslendingar hlustuðu mest á samkvæmt Spotify eru:
Þeir tónlistarmenn sem Íslendingar hlustuðu mest á samkvæmt Spotify eru:
Eins og sjá má á listunum er fátt um íslenskar konur, en þó fá erlendar söngkonur að skína, þar má helst nefna bandarísku poppsöngkonurnar Sabrina Carpenter, Taylor Swift og Billie Eilish.
Á lista yfir vinsælustu tónlistarmennina ratar Bríet í 12. sæti með rapparanum Birni en þau gáfu út plötu í sumar. Það er þó óljóst hvort Birnir eða Bríet eigi í raun sætið, en Bríet skýtur aftur upp höfði í 19. sæti listans.
Íslenska tónlistarundrið Laufey ratar í 29. sæti á listanum, en í dag var var greint frá því að hún skipaði sæti á lista Forbes yfir einstaklinga 30 ára og yngri sem skarað hafa fram úr í tónlistarheiminum á árinu sem er að líða.
Í 36. sæti á listamannalistanum er loks að finna Sesselju Magnúsdóttur, en vögguvísuplatan hennar Móðir og Barn er afar vinsæl meðal foreldra. Þar fyrir neðan má finna söngkonuna GDRN. Fleiri íslenskar söngkonur er ekki að finna á listanum.