Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna

Verðlaunahafar Kraumsverðlauna árið 2023.
Verðlaunahafar Kraumsverðlauna árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Kraumsverðlaunin verða afhent í sautjánda sinn síðar í þessum mánuði fyrir þær íslensku hljómplötur er þykja skara fram úr hvað varðar gæði, metnað og frumleika. 

Dómnefnd verðlaunanna hefur nú valið þær plötur er hljóta tilnefningar til Kraumsverðlaunanna í ár en um er að ræða 20 hljómsveitir og listamenn: 

  • Amor Vincit Omnia - brb babe
  • Björg Brjánsdóttir og Bára Gísladóttir - Growl Power
  • Iðunn Einars - Í hennar heim
  • Jón­björn - Gárur
  • Kaktus Einarsson - Lobster Coda
  • Katla Yamagata - Postulín
  • Kött Grá Pje & Fonetik Simbol - Dulræn Atferlismeðferð
  • MC MYASNOI - slugs are legal now
  • Múr - Múr
  • Saint Pete - Græni pakkinn
  • sideproject - sourcepond
  • Sigrún - Monster Milk
  • Sigtryggur Berg og Glupsk - Beyond Happy
  • Skorri - randyrtsport
  • Sunna Margrét - Finger on Tongue
  • Supersport - allt sem hefur gerst
  • Tonik Ensemble - Music Is Mass
  • Torfi Tómasson - Eitt
  • Xiupill - Mythology
  • Young Nazareth – 200 – 101 vol. 1
Elín Hall var ein af þeim sem hlaut verðlaunin í …
Elín Hall var ein af þeim sem hlaut verðlaunin í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Stór hluti með sínar fyrstu breiðskífur

Mikil fjölbreytni einkennir tilnefningarnar í ár, eins og fram kemur í tilkynningu, þar sem þeirri grósku sem ríkir í íslensku tónlistarlífi á sviði popps, rokks, teknós, hip-hops og tilraunatónlistar er hampað. Stór hluti þeirra listamanna sem tilnefndir eru til Kraumsverðlaunanna 2024 eru að koma fram á sjónarsviðið með sínar fyrstu breiðskífur.

Kraumsverðlaununum er ætlað að kynna plötuútgáfu íslenskra listamanna og hljómsveita. Verðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar.

Alls hafa hátt í 90 listamenn og hljómsveitir hlotið Kraumsverðlaunin fyrir plötur sínar, flestir snemma á ferlinum, frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 2008.

Meðal þeirra eru; Agent Fresco, Anna Þorvaldsdóttir, Ásgeir, Bjarki, BSÍ, Cell7, Daníel Bjarnason, Elín Hall, FM Belfast, GKR, Grísalappalía, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JDFR, Kvikindi, Kælan mikla, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sing Fang, Sóley, Una Torfa og fjölmargir fleiri.

Mynd af dómnefndinni árið 2023.
Mynd af dómnefndinni árið 2023. Ljósmynd/Aðsend

Reynslumikil 12 manna dómnefnd

Kraumsverðlaunin 2024 eru valin af 12 manna dómnefnd sem skipuð er fólki með margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi.

Dómnefndina skipa þau Árni Matthíasson, sem jafnframt er formaður dómnefndar, Arnar Eggert Thoroddsen, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Júlía Kröyer, Karólína Einars Maríudóttir, Lovísa Rut Kristjánsdóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ísfeld, Trausti Júlíusson, Vaka Orradóttir og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar