Nældi sér í einn 38 árum yngri

Madonna og Morris vörðu þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna saman.
Madonna og Morris vörðu þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna saman. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Madonna er sögð vera komin með kærasta. Sá heppni heitir Akeem Morris og var um tíma leikmaður bandaríska knattspyrnuliðsins Oyster Bay United.

Töluverður aldursmunur er á parinu en 38 ár aðskilja Madonnu og Morris. Söngkonan er 66 ára en Morris aðeins 28 ára, jafngamall elsta barni Madonnu. 

Parið var myndað í bak og fyrir þegar það sást á röltinu í New York á laugardag.

Fyrst heyrðist af sambandi Madonnu og Morris síðastliðið sumar þegar söngkonan birti eldheitar myndir af þeim saman, á Instagram-síðu sinni, að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna.

Madonna er ekki þekkt fyrir annað en að vera með mönnum sem eru töluvert yngri en hún sjálf og hefur frá árinu 2008, stuttu eftir skilnað hennar og leikstjórans Guy Ritchie, einungis átt í ástarsamböndum við menn sem eru að minnsta kosti 28 árum yngri en hún.

Page Six

View this post on Instagram

A post shared by Madonna (@madonna)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir