Þorvaldur Davíð og Hrafntinna geisluðu á dreglinum

Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir.
Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Hrafntinna Karlsdóttir. Ljósmynd/Haraldur Jónasson

Íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson mætti ásamt eiginkonu sinni, lögfræðingnum Hrafntinnu Karlsdóttur, á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í svissnesku borginni Lucerne á laugardagskvöldið.

Hjónin voru afar glæsileg og vöktu að vonum mikla athygli viðstaddra er þau stilltu sér upp fyrir ljósmyndara á rauða dreglinum, sem var að vísu blár á litinn.

Þorvaldur Davíð, sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á síðustu árum, deildi myndunum af þeim hjónum á Instagram-síðu sinni fyrr í dag.

„Ég er í skýjunum eftir ótrúlega daga á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum í Lucerne. Það var mikill heiður að fá að taka þátt í því að heiðra kvikmyndagerð,” skrifaði leikarinn við myndaseríuna.

Þorvaldur Davíð og Hrafntinna voru í góðum félagsskap, en á meðal þeirra sem gengu bláa dregilinn á laugardagskvöldið voru alþjóðlegu kvikmyndastjörnurnar Ralph Fiennes og Isabella Rossellini.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar