Taylor Swift sýndi þakklæti með 197 milljóna dollara bónusgreiðslum

Hér er Taylor Swift á sviði í Kanada á einum …
Hér er Taylor Swift á sviði í Kanada á einum af síðustu tónleikum sínum í The Eras Tour. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Taylor Swift sýndi starfsmönnum sínum, sem unnu við tónleikaferð hennar The Eras Tour, þakklæti í formi rausnarlegra bónusa. Upphæðin nemur í heildina um 197 milljónum dollara og var greidd jafnt og þétt til starfsmanna yfir tveggja ára tímabil sem tónleikaferðin stóð yfir.

Þeir starfsmenn sem fengu bónus voru m.a. vörubílstjórar, veitingamenn, vöruteymið, framleiðslufólk á öllum stigum, smiðir, dansarar, hljómsveitin, öryggisgæslan, hár-, förðunar- og fatateymið, sjúkraþjálfarar og upptökulið.

Tónleikaferðinni lauk í Vancouver, Kanada, þann 8. desember eftir alls 149 tónleika. Staðfest hefur verið að Swift seldi miða á alla tónleikana í heildina að andvirði tveggja milljarða dollara og er það meira en nokkur annar hefur afrekað á tónleikaferðalagi.

View this post on Instagram

A post shared by Taylor Swift (@taylorswift)

E News

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Sýndu sjálfum þér og öðrum mildi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar