Lögmaður sem starfar sem verjandi þó nokkurra meintra fórnarlamba Sean „Diddy“ Combs, segir mögulegan fjölda einkamála á hendur rapparanum vera „líklega í kringum 300“.
Tony Buzbee sagði við BBC að teymi hans hefði fengið um 3.000 símtöl síðan hann hélt blaðamannafund í október þar sem hann hvatti mögulega skjólstæðinga til að hafa samband.
Buzbee hefur þegar höfðað 20 mál fyrir hönd manna og kvenna sem krefja rapparann um skaðabætur. Lögmaðurinn segir raunhæft að áætla að endanlegur fjöldi mála verði um 100 til 150 talsins.
Önnur mál muni ekki komast fyrir dómstóla vegna þess að tímamörkin til að höfða þau hafi runnið út í sumum ríkjum.
Combs hefur neitað öllum ásökunum og segir fólk eingöngu vera á höttunum eftir peningunum hans.