Elín Hall valin í Shooting Stars

Elín Hall á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Elín Hall á kvikmyndahátíðinni í Cannes. AFP/Loic Venance

Elín Hall hefur verið valin í Shooting Stars-hópinn árið 2025. Á hverju ári velja samtökin European Film Promotion (EFP) tíu efnilega leikara og leikkonur úr hópi aðildarlanda samtakanna, sem hafa vakið sérstaka athygli í heimalandi sínu og á alþjóðavettvangi.

Hópurinn verður kynntur sérstaklega á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín sem fer fram í febrúar á næsta ári, að því er segir í tilkynningu.

Kvikmynda- og kynningarmiðstöðvar frá 37 löndum eru í EFP-samtökunum og er Kvikmyndamiðstöð Íslands ein af þeim. Viðurkenningin verður afhent 17. febrúar.

Elín Hall hefur vakið mikla athygli á síðustu misserum, nú síðast í kvikmyndinni Ljósbroti, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, sem var opnunarmynd Un Certain Regard á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2024.

„Í Ljósbroti viltu standa við hlið Elínar Hall öllum stundum, meðan hún ber þessa margbrotnu kvikmynd um harm. Hún tileinkar sér persónuna að fullu, þú laðast að henni og þreytist aldrei á henni,“ segir í umsögn dómnefndar.

„Í myndinni ber hún með sér leyndarmál og það er líkt og áhorfandinn sé hennar eini trúnaðarvinur. Elín Hall er augljóslega upprennandi stjarna. Stundum liggur það í augum uppi og í þessu tilfelli, þar sem um er að ræða bráðgreinda leikkonu með náttúruhæfileika, er það raunin.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan