Elín Hall valin í Shooting Stars

Elín Hall á kvikmyndahátíðinni í Cannes.
Elín Hall á kvikmyndahátíðinni í Cannes. AFP/Loic Venance

Elín Hall hef­ur verið val­in í Shoot­ing Stars-hóp­inn árið 2025. Á hverju ári velja sam­tök­in Europe­an Film Promoti­on (EFP) tíu efni­lega leik­ara og leik­kon­ur úr hópi aðild­ar­landa sam­tak­anna, sem hafa vakið sér­staka at­hygli í heimalandi sínu og á alþjóðavett­vangi.

Hóp­ur­inn verður kynnt­ur sér­stak­lega á alþjóðlegu kvik­mynda­hátíðinni í Berlín sem fer fram í fe­brú­ar á næsta ári, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Kvik­mynda- og kynn­ing­armiðstöðvar frá 37 lönd­um eru í EFP-sam­tök­un­um og er Kvik­mynda­miðstöð Íslands ein af þeim. Viður­kenn­ing­in verður af­hent 17. fe­brú­ar.

Elín Hall hef­ur vakið mikla at­hygli á síðustu miss­er­um, nú síðast í kvik­mynd­inni Ljós­broti, í leik­stjórn Rún­ars Rún­ars­son­ar, sem var opn­un­ar­mynd Un Certain Regard á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es 2024.

„Í Ljós­broti viltu standa við hlið El­ín­ar Hall öll­um stund­um, meðan hún ber þessa marg­brotnu kvik­mynd um harm. Hún til­eink­ar sér per­són­una að fullu, þú laðast að henni og þreyt­ist aldrei á henni,“ seg­ir í um­sögn dóm­nefnd­ar.

„Í mynd­inni ber hún með sér leynd­ar­mál og það er líkt og áhorf­and­inn sé henn­ar eini trúnaðar­vin­ur. Elín Hall er aug­ljós­lega upp­renn­andi stjarna. Stund­um ligg­ur það í aug­um uppi og í þessu til­felli, þar sem um er að ræða bráðgreinda leik­konu með nátt­úru­hæfi­leika, er það raun­in.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Taktu þér þann tíma, sem þú þarft, því að flas er ekki til fagnaðar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofie Sar­en­brant
3
Unni Lindell
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir