Hættur með unnustunni og fann sér eina yngri

Kimberly Guilfoyle, Donald Trump Jr. og Bettina Anderson.
Kimberly Guilfoyle, Donald Trump Jr. og Bettina Anderson. Samsett mynd

Viðskiptamaður­inn Don­ald Trump Jr. og sjón­varps­kon­an Kimber­ly Guil­foyle hafa slitið trú­lof­un sinni eft­ir rúm­lega fimm ára sam­band. Guil­foyle er átta árum eldri en Trump Jr. og var ný­verið til­nefnd af fyrr­ver­andi tengda­föður sín­um til að verða næsti sendi­herra Banda­ríkj­anna í Grikklandi.

Trump Jr. eyddi ekki löng­um tíma í að sleikja sár­in en hann er strax kom­inn með nýja kær­ustu og sagður yfir sig hrif­inn. Sú er níu árum yngri en elsti son­ur Don­alds Trump, verðandi for­seta Banda­ríkj­anna. 

Sú heppna heit­ir Bett­ina And­er­son og er þekkt hefðar­kona á Palm Beach. Parið hef­ur ekki farið leynt með ný­fundna ást sína og hef­ur verið myndað sam­an á þó nokkr­um viðburðum síðustu vik­urn­ar.

Sam­band Trump Jr. og Guil­foyle hafði, að sögn heim­ild­ar­manns Page Six, verið á hálum ís í dágóðan tíma og var það því ein­ung­is tímaspurs­mál hvenær þau færu í sund­ur.

Trump Jr. á fimm börn með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Vanessu Kay Haydon. Þau skildu sum­arið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son