Sunneva og Benedikt krúttuðu yfir sig

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason.
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason. Ljósmynd/Pétur Fjeldsted

Sunneva Eir Einarsdóttir, samfélagsmiðla- og hlaðvarpsstjarna, og sambýlismaður hennar, Benedikt Bjarnason, krúttuðu yfir sig á TikTok í gærdag.

Parið, sem fagnaði fimm ára sambandsafmæli sínu fyrr á árinu, deildi myndskeiði af sér að prófa vinsælt TikTok-trend sem tröllríður öllu um þessar mundir.

Trendið spratt upp í kjölfar vinsælda lagsins Slim Pickens í flutningi bandarísku poppstjörnunnar Sabrinu Carpenter. Í laginu má heyra Carpenter, sem hefur gefið út hvern smellinn á fætur öðrum síðustu mánuði, syngja: „A boy who's jacked and kind” sem má gróflega þýða sem „strákur sem er vöðvastæltur og ljúfur“.

Fljótlega eftir útgáfu lagsins fóru ungar stúlkur víða um heim að deila myndskeiðum af mössuðum kærustum sínum að lyfta sér upp og er það nákvæmlega það sem Benedikt gerir í myndskeiðinu. Hann lyftir Sunnevu upp á aðra öxl sína og sýnir þannig fylgjendum parsins hversu sterkur og góður drengur hann er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eitthvað sem vefst fyrir þér á vinnustað þínum. Fólk er með þrjósksta móti og því munu sennilega öll samskipti reyna á.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Unnur Lilja Aradóttir
5
Jenny Colgan