Tónleikunum lauk með trúlofun

„Það eru tónleikahallir í öllum bæjum, og það eru kirkjurnar,“ …
„Það eru tónleikahallir í öllum bæjum, og það eru kirkjurnar,“ segir Örn Elías, eða Mugison, sem hefur nú spilað í 100 kirkjum. Ljósmynd/Baldur Kristjánsson

Tónleikaferðalagi Mugisons lauk í Hallgrímskirkju á laugardag en þá hafði hann spilað í hundrað kirkjum um land allt í hundrað póstnúmerum. Að loknum tónleikunum bað hann kærustu sinnar Rúnu Esradóttur fyrir framan hundruð tónleikagesta.

Mugison, réttu nafni Örn Elías Guðmundsson, hóf ferðalagið í apríl á heimaslóðum sínum á Vestfjörðum. Hann skellti síðan hátalaragræjum í skottið á sendiferðabíl auk gamla brotna gítarsins sem hann hefur leikið á í tvo áratugi, og hélt svo af stað í ævintýrið.

Segja má að hann hafi búið í sendiferðabílnum allan þann tíma, hafði komið þar fyrir koju og hitara. „Það var algjör lúxus,“ segir hann. „Það var virkilega kósí að geta verið bara inni í bíl og hitað sér kaffi og súpu. Svo hoppað inn í kirkju og hitt fólk. Þetta ferðalag var bara ævintýri. Ég er eiginlega hálfsorgmæddur yfir að þetta sé búið.“

Örn var yfirleitt einn á ferð en Rúna, sem er nú orðin unnusta hans eftir að hún tók bónorði Arnar á laugardag, fylgdi honum annað slagið. Reyndar kallar hann Rúnu „konuna sína“ þó að þau séu enn ekki gift, en þau hafa verið saman í 23 ár og eiga saman tvo drengi.

„Þetta var bara spontant hugmynd,“ segir Örn um trúlofunina. „Ég var ekki tilbúinn með neina ræðu. Þetta var að einhverju leyti bara unglingalegt hjá okkur. En við trúlofuðum okkur í gær [fyrradag]. Þetta er þá komið á dagskrá.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Eyddu deginum í að leita að einhverju nýju í eigin fari sem þú ert ánægður með.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gefðu þér tíma til að njóta samvista við börn í dag. Eyddu deginum í að leita að einhverju nýju í eigin fari sem þú ert ánægður með.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir