Leikarinn ástsæli Timothée Chalamet mætti ólíkur sjálfum sér eða öllu heldur með glænýtt útlit við frumsýningu myndarinnar A Complete Unknown í New York á dögunum. Myndin fjallar um ævi tónlistargoðsagnarinnar Bob Dylan en Chalamet hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í myndinni.
Chalamet, sem hefur yfirleitt skartað dökku hári, hefur orðið fyrir miklum áhrifum frá Dylan við gerð myndarinnar. Við frumsýninguna mætti hann með ljóst hár, bláa húfu, með köflóttan trefil og í svörtum leðurjakka. Aðdáendur voru fljótir að benda á að Chalamet er í raun alveg eins klæddur og Dylan var á Sundance-kvikmyndahátíðinni árið 2003.
Stiklu myndarinnar finnurðu hér fyrir neðan.