„Hawk Tuah“-skvísan Haliey Welch í vandræðum

Haliey Welch er með 2,6 milljónir fylgjenda á Instagram eftir …
Haliey Welch er með 2,6 milljónir fylgjenda á Instagram eftir Hawk Tuah myndbandið sem fór eins og eldur í sinu um netheima í sumar. Skjáskot/Instagram

Haliey Welch, sem á hina frægu „Hawk Tuah“-setningu, hefur tekist að koma sér í vandræði með útgáfu rafmyntar.

Welch, sem er aðeins 22 ára, varð fræg á einu augabragði vegna myndbands sem birtist af henni á TikTok í sumar og fór í kjölfarið vítt og breitt um samfélagsmiðla. Þann 4. desember gerði hún gott betur og setti á markað rafmyntina Hawk Tuah, ásamt ónefndu teymi, sem hríðféll nánast samdægurs.

Dulkóðaði gjaldmiðillinn er búinn til í afþreyingarskyni á Solana blockchain og gerir fólki kleift að fjárfesta í honum.

Welch setti myntina á markað á miðvikudagskvöldi á verðinu 0,04916 dollara og rauk markaðsvirðið upp í næstum 500 milljónir dala áður en það hríðféll niður í 25 milljónir dala síðdegis daginn eftir, á verðinu 0,002439 dollara.

Fjárfestar skoði lagaleg réttindi sín

Ruglingsleg kynning rafmyntarinnar virðist hafa haft mikið tap í för með sér fyrir marga fjárfestana.

Youtube-áhrifavaldurinn Coffeezilla, sem er með fleiri en þrjár milljónir áskrifenda, sagði í Space X samtali við Welch að Hawk Tuah-útfærslan hefði verið ein ömurlegasta kynning sem hann hefði séð og sakaði hana og teymið um innherjaviðskipti, sem þau hafa alfarið neitað.

Þá greindi CoinTelegraph frá því að um 80-90% af framboði Hawk Tuah-myntarinnar hefði stjórnast af innherjaviðskiptum eða „leyniskyttum“, fjárfestum sem kaupa mikið magn við útgáfu myntarinnar og selja svo strax.

Dulkóðaðir gjaldmiðlar á borð við þennan sem Welch gaf út eru taldir mjög sveiflukenndir og áhættusöm fjárfesting, sem stýrast að miklu leyti af vinsældum á samfélagsmiðlum.

Eftir að Hawk Tuah-rafmyntarævintýrið vakti neikvæða athygli á samfélagsmiðlum birti Burwick Law, fyrirtæki sem sérhæfir sig í dulkóðuðum gjaldmiðlum, færslu á X þar sem fjárfestar og aðrir sem veðjuðu á Hawk Tuah eru hvattir til að skoða lagaleg réttindi sín. 

Enn er óljóst hvort útgáfa Hawk Tuah-myntarinnar hafi lagalegar afleiðingar og engar skýrar vísbendingar eru til staðar um einhvers háttar misgjörðir eða ólögmæti.

@_theoriginaltiktok Hawk tuah original video 😂 “If i see you on my fyp ima cry😂😂” Creator @DMarloww #fyp #foryoupage #hawktuah ♬ original sound - The Original

Forbes

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú einbeitir þér að skriffinsku og fjármálum í dag, eins og skuldum, tryggingamálum, lánum og erfðamálum. Sýndu hugrekki og vertu óhefðbundinn, nýjungagjarn og sérstakur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar