Áfrýjar þungum nauðgunardómi

Danny Masterson hefur áfrýjað nauðgunardómi sínum eftir að hafa verið …
Danny Masterson hefur áfrýjað nauðgunardómi sínum eftir að hafa verið dæmdur í 30 ára til allt að lífstíðarfangelsi. Skjáskot/Instagram

Danny Masterson hefur áfrýjað nauðgunardómi sínum eftir að hafa verið dæmdur í 30 ára og allt að lífstíðarfangelsi í september 2023, fyrir tvær nauðganir sem áttu sér stað 2003.

Masterson, sem nú er 48 ára, er bandarískur leikari og hvað þekktastur fyrir leik sinn sem Steven Hyde í That '70s Show á árunum 1998-2006. Meðal leikara í þáttunum voru einnig Ashton Kutcher og Mila Kunis. Þættirnir voru m.a. sýndir lengi í sjónvarpi hérlendis.

Danny Masterson áður en hann var hnepptur í varðhald.
Danny Masterson áður en hann var hnepptur í varðhald. Skjáskot/Instagram

Samkvæmt dómskjölum sem lögð voru fram í gær af lögfræðingi Masterson kemur fram að hann telji að fjölmörg mistök og hlutdrægni hafi haft áhrif á dóminn.

Þá heldur lögfræðingurinn því fram að tveir grundvallargallar séu á sakfellingu Masterson: að rangir dómsúrskurðir hafi haft áhrif á kviðdómendur og að til sé fjöldi sönnunargagna til stuðnings máli Masterson sem hafi aldrei verið lögð fyrir kviðdóminn.

Masterson var handtekinn fyrir nauðganirnar árið 2020 og neitaði sök í janúar 2021. Hann var fundinn sekur fyrir réttarhöldum árið 2023 og sakfelldur í tveimur af þremur ákæruliðum, en í þeim þriðja var kviðdómur í pattstöðu og honum því vísað frá.

Fjölskylda Masterson heldur ró sinni þrátt fyrir þungan dóm í þeirri vissu að „sannleikurinn“ muni að endingu koma í ljós. 

Klippa úr hinum vinsælu þáttum The '70s Show, Danny Masterson …
Klippa úr hinum vinsælu þáttum The '70s Show, Danny Masterson er lengst til vinstri.

Page Six

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eyddu meiri tíma í ástvini og vini sem kunna betur að meta það sem þú gerir. Þér tekst að ná takmarki þínu með aðstoð að minnsta kosti þriggja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio