Heldur fimmtugsafmælið í 2.400 fm villu á Tenerife

Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson kann að meta góða afmælisveislu.
Athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson kann að meta góða afmælisveislu. Samsett mynd

Athafnamaðurinn og megamógullinn Ásgeir Kolbeinsson er ekki vanur því að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur og sérstaklega ekki þegar kemur að veglegum afmælisveislum. 

Ásgeir hefur lengi verið þekktur sem mikill partípinni og hefur komið að ófáum viðburðunum. Þá rak hann og átti skemmtistaðinn Austur á sínum tíma.

Nú stefnir hann á að halda glæsilegt fimmtugsafmæli á Tenerife í janúar. Ásgeir býður öllum helstu vinum og vandamönnum til þess að taka þátt í gleðinni. Afmælið verður haldið með pompi og prakt en gestalistinn nær yfir einhver þekktustu nöfn landsins. Þar má finna allt frá stórtækum fjárfestum og lögfræðingum yfir í áhrifavalda og skemmtikrafta.

Villan er ein sú glæsilegasta sem finnst á Tenerife.
Villan er ein sú glæsilegasta sem finnst á Tenerife. Ljósmynd/Aðsend

Á gestalistanum má meðal annars finna: 

Róbert Wessman, Sverri Þór Sverrisson, FM95BLÖ-gengið, Ingu Lind Karlsdóttur, Rúrik Gíslason, Hjörvar Hafliðason, Gústa B, Nínu Dögg Filippusdóttur, Villhjálm H. Vilhjálmsson, Hreggvið Jónsson, Aron Má Ólafsson og Júlíönu Söru Gunnarsdóttur svo einhver séu nefnd.

Villan býr meðal annars yfir heitum potti, gufu og sundlaug.
Villan býr meðal annars yfir heitum potti, gufu og sundlaug. Ljósmynd/Aðsend

Varaheimili Íslendinga

Augljóst er að Ásgeir hefur lagt mikinn metnað í viðburðinn en afmælið er haldið í 2.400 fermetra lúxus villu. Það verður öllu tjaldað til fyrir þennan stóra áfanga. 

Í boðskorti fyrir viðburðinn segir Ásgeir: „Þar sem Ísland í janúar hentar ekki vel til skemmtanahalds utandyra hefur verið ákveðið að herlegheitin fari fram á varaheimili allra Íslendinga, Tenerife.”

Þá er ljóst að fimmtugsafmælið verður með stærri afmælisveislum Íslendinga árið 2025.

Það mun svo sannarlega ekki væsa um þá gesti sem …
Það mun svo sannarlega ekki væsa um þá gesti sem fá að gista í villunni. Ljósmynd/Aðsend



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver þér eldri og reyndari getur gefið þér góð ráð í dag. Mundu að það er fleiri ein leið að takmarkinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Sofia Rutbäck Eriksson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Sarah Morgan
5
Solja Krapu-Kallio