„Meira kynlíf hjá mér“

„Ég efast reyndar um að ég gæti skrifað bók sem …
„Ég efast reyndar um að ég gæti skrifað bók sem gerist í nútímanum,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir. Morgunblaðið/Karítas

„Bókin byrjar á morði. Í vissum skilningi má segja að það sé ákveðið viðbragð við gagnrýni sumra þess efnis að Valskan hefði farið svo hægt af stað. Ég ákvað því að næsta bók skyldi byrja af krafti,“ segir Nanna Rögnvaldardóttir og vísar þar til byrjunar á nýjustu bók sinni, glæpasögunni Þegar sannleikurinn sefur. Í kynningartexta á kápu bókarinnar segir að þegar ung vinnukona finnst látin á lækjarbakka í nágrenni Hvamma átti Bergþóra, húsfreyja á Hvömmum, sig fljótlega á því að henni hafi verið drekkt. Einhvers staðar leynist morðinginn og brátt berast böndin að mági Bergþóru, stórbokkanum og skaphundinum Þorgeiri Hjálmarssyni. Þegar sýslumaðurinn tekur að yfirheyra vitni og grunaða verður þó fljótlega ljóst að flestir hafa eitthvað að fela – ekki síst Bergþóra sjálf. 

Tilfinningarnar þær sömu

Eitt af því sem sló mig við lesturinn var hið fornkveðna um að það er ekki sama Jón og séra Jón. Þannig markast aðstæður og möguleikar sögupersóna í lífinu af stétt, fjárhagsstöðu og tengslum þeirra í samfélaginu. Þannig leyfist sumum hlutir sem eru öðrum lokuð leið. Var þetta hluti þess sem þú lagðir upp með að skoða?

„Já, þetta var hluti af því,“ segir Nanna og upplýsir að hún sé þegar byrjuð að skrifa sjálfstætt framhald á Þegar sannleikurinn sefur þar sem Bergþóra húsfreyja í Hvömmum sé sem fyrr í forgrunni. „Hún verður sem fyrr sögumaður og þátttakandi í atburðum. Hún verður eins konar Miss Marple. Þar skoða ég hina hliðina, þ.e. aðstöðu þeirra sem ekkert áttu undir sér. En ég vil lítið meira um þá bók segja að sinni,“ segir Nanna og tekur fram að hún hafi lesið töluvert af glæpasögum í gegnum tíðina, þó minnst á íslensku hin síðari ár. Bendir hún á að sumir hafi haft á orði að glæpasaga hennar minni svolítið á „Agöthu Christie og Guðrúnu frá Lundi, sem ég hef haft mikla ánægju af því að lesa í gegnum tíðina þannig að þetta er ekki slæmur félagsskapur. Reyndar er svolítið meira kynlíf hjá mér sem og matur,“ segir Nanna.

Hvers vegna finnst þér ástæða til að hafa fleiri kynlífslýsingar en hjá bæði Agöthu Christie og Guðrúnu frá Lundi?

„Ein ástæða er sú að mér finnst stundum eins og fólk telji að konur fyrr á tíð hafi ekki haft neinn áhuga á kynlífi – sem stenst ekki. Kynhvötin er frumhvöt og auðvitað hafa sumar þeirra að minnsta kosti haft áhuga á kynlífi og jafnvel átt frumkvæði að slíku, enda sjást þess merki í heimildum. Ég vildi sýna að tilfinningar, kenndir og hvatir eru alltaf þær sömu þótt fólk leyfi þeim misjafnlega mikið að njóta sín og tali jafnvel ekki mikið um þær,“ segir Nanna og tekur fram að hún sé ekki síst að skrifa það sem kallað er kellingabækur. „Ég hef alltaf verið dálítið hrifin af kellingabókum sem bókmenntagrein og las mjög mikið af þeim þegar ég var yngri. Mér finnst ágætt að halda þeirri bókmenntahefð við,“ segir Nanna. 

Viðtalið birtist fyrst í Bókablaði Morgunblaðsins, sem kom út 29. nóvember, en þar má finna viðtalið í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan