„Við getum jarðað alla“

Leikkonan Blake Lively ætlar ekki að láta vaða yfir sig.
Leikkonan Blake Lively ætlar ekki að láta vaða yfir sig. Charly Triballeau/AFP

Leikkonan Blake Lively, sem við flest þekkjum úr þáttaröðinni Gossip Girl og kvikmyndum eins og The Sisterhood of the Traveling Pants, hefur gripið til afgerandi aðgerða gagnvart fyrrverandi samstarfsmanni sínum og leikstjóra, Justin Baldoni.

Málið tengist kvikmyndinni It Ends With Us sem gerð var eftir metsölubók Colleen Hoover og hefur nú breyst í stórt hneykslismál í Hollywood.

Eiga að hafa gengið inn á hana fáklædda

Samkvæmt nýlegri kæru lýsir Lively því að Baldoni og framleiðandinn Jamey Heath hafi sýnt óviðeigandi hegðun á tökustað myndarinnar. Hún segir að þeir hafi ítrekað farið yfir hennar mörk, viðhaft óviðeigandi athugasemdir og komið inn í förðunarrými hennar án leyfis, jafnvel þegar hún var fáklædd.

Til að bæta vinnuumhverfið fékk Lively samþykktan sérstakan samning sem tryggði að henni yrði ekki refsað fyrir að kvarta eða tjá sig um hegðun samstarfsmanna sinna.

Þrátt fyrir þessar ráðstafanir gefur kæran til kynna að Baldoni og Heath hafi síðar skipulagt kerfisbundna herferð til að skaða ímynd Lively, meðal annars með því að ýta undir neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Virðast því leikstjórinn og framleiðandinn átt að hafa brotið gegn loforðinu um að hún yrði ekki fyrir hefndaraðgerðum.

„Við getum jarðað alla“

Samkvæmt gögnum sem Lively hefur lagt fram, var sérfræðingur almannatengsla og krísuástanda, Melissa Nathan, fengin til að stuðla að neikvæðri ímynd hennar Lively og grafa undan trúverðugleika hennar.

Í skjáskotum af textaskilaboðum sem lögð hafa verið fram segir almannatengillinn Nathan:

„Þú veist að við getum jarðað alla.“

Þessi ummæli virðast staðfesta að markmiðið hafi verið að eyðileggja orðspor hennar. Ítarlegar skýrslur sýna að hátt hlutfall netsamskipta sem tengdust Lively voru neikvæðar og áhrifin á feril hennar og nýstofnaða snyrtivörulínu voru gríðarleg.

Baldoni vísar ásökununum á bug

Baldoni, sem hefur kynnt sig sem málsvara jafnréttis og stuðningsmann kvenna, hefur haldið því fram að ásakanir Lively séu falskar en af skjáskotunum að dæma má ætla að Baldoni hafi verið virkur þátttakandi í að skapa neikvæða umræðu í kringum hana.

Þrátt fyrir þetta hefur Baldoni sjálfur haldið sínu orðspori hreinu og var nýlega heiðraður fyrir að styðja konur á sviði jafnréttis.

View this post on Instagram

A post shared by Vital Voices (@vitalvoices)

Afleiðingar fyrir Lively og Baldoni

Lively hefur stigið fram og sagst vona að kærumálið dragi hulu af þessum myrku og niðurrifssinnuðu aðferðum til að vernda aðra sem gætu orðið skotmörk.

Hún hefur jafnframt upplýst að þessi neikvæða umfjöllun sem hefur átt sér stað upp á síðkastið hafi haft alvarleg áhrif á starfsferil hennar og fyrirtæki.

Í kjölfar kærunnar hefur Baldoni glatað umboðsmanni sínum og stendur nú frammi fyrir vaxandi þrýstingi frá aðdáendum og samstarfsaðilum í sambandi við málið.

Blake Lively og Justin Baldoni í kvikmyndinni It Ends With …
Blake Lively og Justin Baldoni í kvikmyndinni It Ends With Us. Ljósmynd/Instagram

Standa milli steins og sleggju

Þetta mál opnar nýja umræðu um valdaójafnvægi í Hollywood og sýnir hvernig samfélagsmiðlar og almannatenglar eru notaðir sem verkfæri til að stjórna og hafa áhrif á ímynd fólks. Lively og Baldoni standa nú milli steins og sleggju, þar sem áhrifin á feril þeirra beggja verða óumflýjanleg.

Blake Lively hefur þó gert það ljóst að hún ætlar sér ekki að gefast upp:

„Við verðum að stöðva þessar hefndarherferðir og skapa öruggara vinnuumhverfi fyrir alla,“ sagði hún í nýlegri yfirlýsingu.

Blake Lively og Ryan Reynolds á frumsýningu myndarinnar It Ends …
Blake Lively og Ryan Reynolds á frumsýningu myndarinnar It Ends With Us í ágúst. Cindy Ord/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson