Ekki meira af Stranger Things

Tökur á síðustu seríu Stranger Things loksins lokið.
Tökur á síðustu seríu Stranger Things loksins lokið. Samsett mynd

Eftir rúmlega ár af spennu og eftirvæntingu er nú tökum á fimmtu og síðustu seríu Stranger Things formlega lokið. Þetta tilkynnti opinber samfélagsmiðlasíða þáttanna á X (áður Twitter) á dögunum ásamt myndum af leikhópnum og tökuliðinu. 

„Þetta er búið. Sjáumst 2025,“ stóð í færslunni sem hefur vakið mikla athygli meðal aðdáenda. Færslan er með 1,6 milljónir lestra þegar þetta er ritað.

Nokkrir af aðalleikurum Stranger Things.
Nokkrir af aðalleikurum Stranger Things. Ljósmynd/Instagram

Síðasti kaflinn eftir langa bið

Þrátt fyrir seinkun á framleiðslu vegna verkfalls rithöfunda og leikara í byrjun árs, hófust tökur á seríunni í janúar 2024 og hafa nú náð endalokum. Fimmta serían, sem markar lok þessarar goðsagnakenndu þáttaraðar á Netflix, mun samanstanda af átta þáttum og er væntanleg inn á streymisveituna árið 2025.

Í júlí síðastliðnum gaf Netflix út fyrstu stiklu fyrir þættina með myndefni sem sýndi bakvið tjöldin á framleiðslunni og í nóvember voru titlar þáttanna opinberaðir. Nú er tökum lokið og næst hefst eftirvinnsla, sem gæti tekið marga mánuði. Samkvæmt reynslunni er líklegt að aðdáendur fái að sjá stiklur úr þáttunum sjálfum snemma á næsta ári.

Mynd frá tökum Stranger Things 5.
Mynd frá tökum Stranger Things 5. Ljósmynd/Instagram

Goðsagnakenndir þættir

Stranger Things hefur verið ein vinsælasta þáttaröð Netflix frá því að hún hóf göngu sína árið 2016. Fjórða þáttaröðin sló öll met, henni var streymt í 286 milljónir klukkustundir á aðeins einni viku, samkvæmt tölum frá Netflix. Vinsældir þáttanna hafa einnig náð út fyrir skjáinn, þar má nefna tölvuleiki, vörulínur og skemmtigarða sem allt byggt á þáttunum.

Eftirvæntingin vex

Aðdáendur um allan heim bíða nú eftir að sjá hvernig ævintýri Hawkins-hópsins endar og hvernig síðasta serían mun heiðra arfleifð Stranger Things. Þó að Netflix hafi ekki staðfest nákvæma dagsetningu á útgáfu, er líklegt að serían verði sýnd seinni hluta árs 2025.

Þess má geta að íslenski förðunaráhrifavaldurinn Embla Wigum hitti einmitt eina af stjörnum Stranger Things, Milly Bobby Brown, fyrr á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson