Myndir: Bríet söng inn jólin á Stuðsvellinu

Ljósmynd/Aðsend

„Það var sannkallaður hátíðarbragur á Stuðsvellinu í gærkvöldi, á Þorláksmessu, þegar Bríet kom fram á svellinu og söng inn jólin.“

Svo segir í tilkynningu frá Nova og Orkusölunni um tónleika Bríet á Stuðsvellinu í gærkvöldi.

Segir að þrátt fyrir að jólaveðrið hafi verið með hvassari móti þetta árið lét fólk sig ekki vanta og flykktist að svellinu þegar Bríet hóf að syngja.

Ljósmynd/Aðsend

Þorláksmessutónleikar Stuðsvellsins tóku á sig annað form í ár þar sem þeir fóru fram á svellinu sjálfu og gátu vaskir skautarar því skautað í kringum Bríeti á meðan hún flutti sín vinsælustu lög. Tveir jólasveinar á röltinu í Reykjavík slóust með í leikinn og dönsuðu með Bríeti og skauturum á svellinu.

„Þetta er í fyrsta sinn sem við tökum Þorláksmessutónleikana okkar inn á skautasvellið sjálft og það var engin betri í slíka áskorun heldur en Bríet! Þetta gaf henni, og okkur tækifæri, til þess að skapa enn persónulegri upplifun fyrir viðstadda, sem er nákvæmlega eitthvað sem Þorláksmessutónleikar eiga að vera,“ er haft eftir Sigurbirni Ara Sigurbjörnssonar, markaðsstjóra Nova.

Stuðsvellið verður opið frá kl. 12:00 til 22:00 milli jóla og nýárs, en þó lokað á aðfangadag og jóladag, og með styttri opnunartíma annan í jólum (12-20) og á gamlársdag (12-16).

Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er nauðsynlegt að eyða tíma með ungviðinu og um leið að finna barnið í sjálfum sér. Gættu þess að ganga ekki á rétt annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Sofia Rutbäck Eriksson