Harðákveðinn í að setjast ekki í helgan stein

Kári Stefánsson kveðst ekki rómantískur að eðlisfari.
Kári Stefánsson kveðst ekki rómantískur að eðlisfari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum linnulaust að gera uppgötvanir,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Hann er harðákveðinn í að setjast ekki í helgan stein, enda vinnur hann við það sem honum finnst skemmtilegast.

Það kom flestum á óvart þegar það birtist í blöðunum að Kári hefði gengið í hnapphelduna núna í jólaösinni í desember með Evu Bryngeirsdóttur jógakennara. Hann vill þó ekki ræða um þetta tiltæki.

„Í fyrsta lagi kemur þér þetta ekki við, þetta er einkamál og ég ræði ekki persónuleg mál, allra síst við blaðakonu af íhaldsblaði,“ segir hann og snýr upp á sig þar sem við hittumst á skrifstofu hans rétt fyrir jólin.

En ertu rómantískur að eðlisfari?

„Nei, það er ég ekki. Ég er einrænn, nánast á einhverfurófi og tilfinningalega heftur.“

En þótt maðurinn sé nýkvæntur er hann samt á fullu í vinnunni, það eru engir hveitibrauðsdagar hjá forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

„Ég vinn sjö daga vikunnar allt árið um kring. Jólin eru engin undantekning. Ég fór síðast í frí árið 2022, með dóttur minni og fjölskyldu hennar til Ítalíu. Ég er enn að jafna mig eftir það.“

Mikill prívat maður

Hvarflar ekki að þér að setjast í helgan stein?

„Nei, ég er margoft búinn að segja vinum mínum í Ameríku I’m not going to retire, I’m going to die. Ég get ekki ímyndað mér neitt skemmtilegra en það sem ég er að fást við. Ég er að vinna með ævintýralegu gáfuðu, hæfileikamiklu og sniðugu fólki af alls konar gerðum og stærðum.

Fyrirtækið kom hingað til lands árið 1996 þar sem var engin hefð fyrir svona vinnu og eftir örfá ár vorum við farin að leiða heiminn á þessu sviði. Það var brjálæðislegt að reikna með að við gætum það. Við erum enn að leiða heiminn á þessu sviði, gerum það meira að segja í meiri mæli en fyrir tíu árum. Þetta er ótrúlegt ævintýri.“

Ítarlegt viðtal við Kára má lesa í áramótablaði Morgunblaðsins, Tímamótum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu þér ekki upp úr því þótt eitthvað fari úr skorðum í dag. Láttu stoltið ekki hindra þig í að ná sáttum við nágrannann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård