Eiginkona Bruce Willis deildi einlægri færslu

Emma Heming Willis og Bruce Willis fagna 17 ára sambandsafmæli …
Emma Heming Willis og Bruce Willis fagna 17 ára sambandsafmæli sínu um þessar mundir. Ljósmynd/AFP

Emma Heming Willis, eiginkona Bruce Willis, deildi einlægri færslu á Instagram-síðu sinni á sunnudag í tilefni af 17 ára sambandsafmæli hennar og leikarans.

Eins og margir vita greindist Willis með alvarlegt tilfelli heilabilunar (e. frontetemporal dementia) í upphafi síðasta árs og hefur sjúkdómurinn valdið skerðingu á hugsun og vitrænni getu Bruce, sem hefur alfarið dregið sig úr sviðsljósinu.

Emma, sem hefur verið iðin við að upplýsa aðdáendur leikarans um líðan hans, birti fallega mynd af þeim hjónum í tilefni dagsins og sagði lífið fullt af erfiðleikum, áskorunum og áföllum. Hún viðurkenndi einnig að hún myndi ekki vilja breyta neinu ef hún fengi tækifæri til þess að gera hlutina upp á nýtt.

„17 ár af okkur“

Sambandsafmæli vöktu áður spennu – en nú, ef ég á að vera hreinskilin, þá hræra þau í tilfinningunum og skilja eftir sig þyngsli í hjarta og ónot í maga. Ég gef mér 30 sekúndur til að finna fyrir sorg og spyrja: „Af hverju hann, af hverju við?“. En svo hristi ég þetta af mér og sný aftur í raunveruleikann. Og hann er ... skilyrðislaus ást. Ég er þakklát fyrir að vita það og það er þess vegna sem ég myndi gera þetta aftur, og án þess að blikka,“ skrifaði Emma við færsluna.

Emma og Bruce gengu í hjónaband á Turks og Caicoseyjum þann 21. mars árið 2009 og eiga tvær dætur fæddar 2012 og 2014. Leikarinn á einnig þrjár uppkomnar dætur með leikkonunni Demi Moore.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólki þykir mikið til vinnusemi þinnar koma. Spennan gæti magnast milli þín og makans því hvorugt er tilbúið til þess að miðla málum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Solja Krapu-Kallio
5
Karin Härjegård