Linda Lavin látin

Linda Lavin á frumsýningu No Good Deed þann 4. desember.
Linda Lavin á frumsýningu No Good Deed þann 4. desember. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Linda Lavin er látin, 87 ára að aldri. Hún lést í gær, sunnudaginn 29. desember, aðeins örfáum vikum eftir að hafa greinst með lungnakrabbamein.

Lavin var meðal annars þekkt fyrir hlutverk sín í þáttaröðunum Alice, Barney Miller og B Positive. Hún fór einnig með hlutverk í nýrri Netflix-þáttaröð, No Good Deed, og gamanþáttaröðinni Mid-Century Modern sem stendur til að frumsýna á næsta ári. Leikkonan átti einnig farsælan feril á leiksviði og var margverðlaunuð fyrir hlutverk sín á sviði og á skjánum.

Lavin kom síðast opinberlega fram á frumsýningu sjónvarpsþáttaraðarinnar No Good Deed í Los Angeles þann 4. desember síðastliðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup