Samkomulag um skilnað í höfn

Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014.
Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014. MARK RALSTON

Stór­stjörn­urn­ar Ang­el­ina Jolie og Brad Pitt hafa loks náð sam­komu­lagi um skilnað eft­ir átta ára deil­ur, að sögn lög­manna Jolie.

Jolie og Pitt giftu sig árið 2014 og eiga sex börn. Jolie fór fram á skilnaðinn árið 2016. Hún sakaði Pitt um að hafa beitt sig og tvö börn þeirra of­beldi í einkaþotu það árið.

Pitt var ekki ákærður í kjöl­far lög­reglu­rann­sókn­ar og hef­ur neitað ásök­un­um. Lög­menn hans hafa ekki tjáð sig um skilnaðinn.

Greina á um for­sjá barn­anna og vín­ekru

Þá hafa Jolie og Pitt átt í for­sjár­deilu síðustu mánuði eft­ir að þau greindu frá skilnaði sín­um.

Það er óvíst hvort sam­komu­lagið um skilnaðinn bindi enda á ann­an ágrein­ing þeirra um frönsku vín­ekruna Chateu Mira­val. Þau keyptu vín­ekruna árið 2008 og héldu þau brúðkaupið sitt þar.

Árið 2022 sakaði Pitt Jolie um að hafa selt rúss­neska ólíg­ark­in­um Yuri Shefler hlut sinn í eign­inni án hans vit­und­ar. Jolie tjáði sig ekki mála­ferl­in á þess­um tíma.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Samband sem eitt sinn riðaði til falls, er nú á traustum grunni. Umburðarlyndi þitt hefur aukist og þú finnur til velvildar í garð samferðamanna þinna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant