Samkomulag um skilnað í höfn

Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014.
Angelina Jolie og Brad Pitt giftu sig árið 2014. MARK RALSTON

Stórstjörnurnar Angelina Jolie og Brad Pitt hafa loks náð samkomulagi um skilnað eftir átta ára deilur, að sögn lögmanna Jolie.

Jolie og Pitt giftu sig árið 2014 og eiga sex börn. Jolie fór fram á skilnaðinn árið 2016. Hún sakaði Pitt um að hafa beitt sig og tvö börn þeirra ofbeldi í einkaþotu það árið.

Pitt var ekki ákærður í kjölfar lögreglurannsóknar og hefur neitað ásökunum. Lögmenn hans hafa ekki tjáð sig um skilnaðinn.

Greina á um forsjá barnanna og vínekru

Þá hafa Jolie og Pitt átt í forsjárdeilu síðustu mánuði eftir að þau greindu frá skilnaði sínum.

Það er óvíst hvort samkomulagið um skilnaðinn bindi enda á annan ágreining þeirra um frönsku vínekruna Chateu Miraval. Þau keyptu vínekruna árið 2008 og héldu þau brúðkaupið sitt þar.

Árið 2022 sakaði Pitt Jolie um að hafa selt rússneska ólígarkinum Yuri Shefler hlut sinn í eigninni án hans vitundar. Jolie tjáði sig ekki málaferlin á þessum tíma.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft aukinn tíma til hvíldar og slökunar. Fátt er betra en að lesa góðar bækur eða vera úti í náttúrunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Tove Alsterdal
5
Torill Thorup