Átti draumadag á Anfield

Hinn sex ára gamli Isaac Kearney veit fátt skemmtilegra en …
Hinn sex ára gamli Isaac Kearney veit fátt skemmtilegra en að fylgjast með Liverpool. Skjáskot/Instagram

Tveir leikmenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool, þeir Virgil van Dijk og Mo Salah, komu ungum aðdáanda liðsins heldur betur á óvart nýverið.

Félagarnir heimsóttu hinn sex ára gamla Isaac Kearney í skólann skömmu fyrir jól og buðu honum í heimsókn á Anfield-leikvanginn þar sem hann fékk tækifæri til að heilsa upp á fleiri leikmenn og spjalla við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot.

Kearney, sem hefur glímt við erfðasjúkdóm frá fæðingu, eyddi deginum á vellinum, fylgdist með liðsæfingu og fékk að leiða van Dijk inn á völlinn þegar Liverpool spilaði gegn Manchester City í desember. Hann horfði svo á leikinn ásamt föður sínum og móður úr áhorfendastúkunni og lét vel í sér heyra þegar stuðningsmannalag Liverpool, You´ll Never Walk Alone, hljómaði í hátölurunum.

Myndband af þessari óvæntu heimsókn hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og notið mikilla vinsælda en tæplega tvær milljónir manna hafa horft á myndbandið á Youtube-síðu liðsins á einni viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka