Krefst milljarða í bætur

Justin Baldoni og Blake Lively í hlutverkum sínum í kvikmyndinni …
Justin Baldoni og Blake Lively í hlutverkum sínum í kvikmyndinni It Ends With Us. Skjáskot/IMDb

Justin Baldoni, leikari og leikstjóri kvikmyndarinnar It Ends With Us, hefur höfðað meiðyrðamál á hendur bandaríska fréttamiðlinum New York Times vegna greinar sem birtist í blaðinu og á vefsíðu miðilsins þann 22. desember síðastliðinn.

Greinin, sem ber heitið We Can Bury Anyone: Inside a Hollywood Smear Machine, kafar ofan í alvarlegar ásakanir leikkonunnar Blake Lively, sem fer með annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni, í garð Baldoni, en Lively segir hann hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun á tökusetti og reynt að sverta orðspor sitt eftir að hún tjáði sig opinberlega um fjandsamlegt vinnuumhverfi seint á síðasta ári. 

Í kærunni, sem er 87 blaðsíðna löng, er því haldið fram að New York Times hafi birt grein sem sé uppfull af rangfærslum, vanþekkingu og skilningsleysi og fjalli aðeins um málið frá sjónarhorni Lively. Birtingin varð meðal annars til þess að Baldoni var sagt upp af umboðsskrifstofu hans, WME.

Baldoni hef­ur haldið því fram að ásak­an­ir Li­vely séu falsk­ar og fer fram á 250 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 35 milljarða króna, í bætur frá fjölmiðlarisanum vegna innrásar blaðsins í einkalíf hans og ærumeiðinga gegn honum.

New York Times

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Veltu fyrir þér ferðalögum eða búferlaflutningum til fjarlægra staða. Njóttu þessarar góðu tilfinningar en bíddu þó aðeins með að taka mikilvægar ákvarðanir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Solja Krapu-Kallio
Loka