Raunveruleikastjarnan Camille Grammer, sem er best þekkt fyrir þátttöku sína í sjónvarpsþáttaröðinni The Real Housewives of Beverly Hills, var komin með nóg af sílikonfylltum brjóstapúðum og lét fjarlægja þá undir lok síðasta árs.
Dr. Robin Cohen, svokallaður lýtalæknir stjarnanna, framkvæmdi aðgerðina.
Grammer, sem var gift leikaranum Kelsey Grammer á árunum 1997 til 2011, birti bikinímynd af sér á Instagram-síðu sinni í gærdag og sýndi afrakstur aðgerðarinnar.
„Nýtt ár, nýtt útlit.
Ég var komin með nóg af brjóstapúðunum og vildi endurheimta náttúrulegt útlit mitt. Mér líður mun betur án þeirra,” skrifaði Grammer, 56 ára, við færsluna.