Nýjasta útspil Meghan vekur athygli

Meghan frumsýnir nýjustu þætti sína á Netflix þann 15. janúar.
Meghan frumsýnir nýjustu þætti sína á Netflix þann 15. janúar. AFP

Meghan hertogynja hefur sent frá sér stiklu um nýjasta útspil sitt fyrir Netflix streymisveituna. Þáttaröðin heitir With Love, Meghan eða Með ástarkveðju, Meghan og mun hún hefja göngu sína þann 15. janúar.

Um er að ræða átta 30 mínútna lífsstílsþætti þar sem hún deilir með áhorfendum uppskriftum, kaupir blóm og ræktar býflugur. Sagt er að markmið þáttanna sé að deila kunnáttu og ræða opinskátt saman. Með henni í þáttunum er Abigail Spencer sem lék með henni í sjónvarpsþáttunum Suits.

Samhliða þáttunum hefur Meghan snúið aftur á samfélagsmiðilinn Instagram og birtir þar meðal annars stikluna frá Netflix sem hefur nú þegar vakið mikla athygli. 

Stutt er síðan Harry frumsýndi póló þættina umtöluðu en þeir féllu síður en svo í kramið hjá áhorfendum. Miklar vonir eru bundnar við þætti Meghan og búið er að bíða lengi eftir þeim. 

Margir eru þó hugsi yfir því að ekkert er minnst á lífsstíls merki hennar American Riviera Orchard sem var stofnað í mars á síðasta ári og átti að hleypa af stokkunum samhliða þáttunum. Hún ætlaði til dæmis að hefja sölu á sultum og öðrum heimilisvörum en enn hafa einungis áhrifavaldar í Hollywood fengið að njóta góðs af. Talið er að hún hafi átt í erfiðleikum með að tryggja einkaleyfi fyrir vörumerkinu. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ættir að eiga betra með að einbeita þér nú þegar þú hefur sett þér takmark. Sinntu því skyldum þínum af kostgæfni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Sarah Morgan
4
Karin Härjegård
5
Unnur Lilja Aradóttir