Beraði aðra geirvörtuna baksviðs

Nikki Glaser var glæsileg á rauða dreglinum.
Nikki Glaser var glæsileg á rauða dreglinum. Ljósmynd/Amy Sussman

Bandaríski uppistandarinn Nikki Glaser, sem var kynnir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni í Los Angeles á sunnudagskvöldið, lenti í smá vandræðum með kjólinn sinn stuttu áður en hún steig á svið til að opna hátíðina.

Glaser, sem hefur fengið góða dóma í vestrænum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína, peppaði sig upp fyrir kvöldið með því að syngja lag Taylor Swift, Who's Afraid of Little Old Me, á meðan hún hafði sig til og var það í miðjum flutningi sem kjóllinn, sem er úr smiðju tískuhönnuðarins Prabal Gurung, seig niður fyrir brjóstasvæðið og beraði aðra geirvörtu hennar.

Glaser deildi myndskeiði af flutningnum á Instagram-reikningi sínum í gærdag og sýndi frá atvikinu, enda ófeimin og með mikinn húmor fyrir sjálfri sér. Hún setti að vísu úps-merki yfir geirvörtuna svo að myndskeiðið yrði ekki fjarlægt vegna óviðeigandi innihalds.

View this post on Instagram

A post shared by Nikki Glaser (@nikkiglaser)

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir