Emma Stone lét síða hárið fjúka

Leikkonan brosti sínu breiðasta á rauða dreglinum.
Leikkonan brosti sínu breiðasta á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Bandaríska leikkonan Emma Stone vakti ómælda athygli á rauða dregli Golden Globe-verðlaunanna á sunnudagskvöldið. Stone, sem er þekkt fyrir síða rauða lokka, lét hárið fjúka og skartar nú svokallaðri pixie-klippingu.

Óskarsverðlaunaleikkonan, sem er frægust fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við La La Land, Easy A, Cruella, Poor Things og Zombieland, frumsýndi nýja hárið er hún gekk niður rauða dregilinn ásamt eiginmanni sínum Dave McCary.

Tískugagnrýnendur gripu andann á lofti af undrun þegar Stone mætti á svæðið og hafa fjölmargir hrósað leikkonunni í hástert fyrir breytinguna. Leikkonan var afar glæsileg í rauðum síðkjól frá franska tískuhúsinu Louis Vuitton sem passaði vel við hárið.

Stone er um þessar mundir að leika í nýjustu mynd gríska leikstjórans Yorgos Lanthimos, sem ber titilinn Bugonia, og er sögð hafa klippt hárið fyrir hlutverk sitt í myndinni. Er þetta í fjórða sinn sem Stone og Lanthimos sameina krafta sína á hvíta tjaldinu. 

Emma Stone vakti mikla athygli á rauða dreglinum.
Emma Stone vakti mikla athygli á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt erfitt með samskipti þín við opinberar stofnanir í dag. Stefndu alltaf að því að gera þitt besta.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir