Er Zendaya trúlofuð Tom Holland?

Leikkonan Zendaya skein skært á rauða dreglinum.
Leikkonan Zendaya skein skært á rauða dreglinum. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Zendaya skein skært á rauða dregli Gold­en Globe-verðlaun­anna sem fram fóru á Bever­ly Hills-hót­el­inu í Los Ang­eles í gær, sunnu­dag.

Zendaya, sem stíg­ur vart feil­spor þegar kem­ur að klæðaburði, var afar glæsi­leg í app­el­sínu­gul­um síðkjól frá franska tísku­hús­inu Lou­is Vuitt­on og prýðir meðal ann­ars lista breska tíma­rits­ins Harper’s Baza­ar yfir best klæddu stjörn­ur kvölds­ins.

Það var þó ekki kjóll­inn sem vakti hvað mesta at­hygli viðstaddra og þeirra sem heima sátu, held­ur var það stærðar­inn­ar dem­ants­hring­ur á baug­fingri leik­kon­unn­ar sem kynti veru­lega und­ir orðróm um að hún hefði trú­lof­ast kær­asta sín­um, breska leik­ar­an­um Tom Hol­land, ný­verið. 

Zendaya og Hol­land kynnt­ust á töku­setti kvik­mynd­ar­inn­ar Spi­der-Man: Homecom­ing árið 2016 og eru sögð hafa byrjað að stinga nefj­um sam­an um leið og tök­um lauk.

Parið hélt sam­bandi sínu leyndu um nokk­urra ára skeið en op­in­beraði ást sína árið 2021, stuttu eft­ir að það sást til þeirra kyss­ast í bíl Hol­land.

Ekki er vitað hvort Hol­land hafi skellt sér á skelj­arn­ar né hvenær, en leik­ar­inn, sem var fjarri góðu gamni á sunnu­dags­kvöldið, sagði í viðtali við tíma­ritið Men's Health nú á dög­un­um að hann ætli að hætta í brans­an­um um leið og hann eign­ast fjöl­skyldu, sem hann von­ast til að verði í nán­ustu framtíð.

Hringurinn er ekkert skran.
Hring­ur­inn er ekk­ert skran. Ljós­mynd/​Monica Schipp­er
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert að hefja skemmtilegan mánuð. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir og hélst þú gætir treyst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú ert að hefja skemmtilegan mánuð. Klappaðu sjálfum þér á bakið fyrir að þora að íhuga að snúa baki við því sem þú þekkir og hélst þú gætir treyst.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
2
Sofie Sar­en­brant
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir