Tjáði sig um andlát eiginmanns síns

Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza.
Jeff Baena ásamt Aubrey Plaza. Ljósmynd/AFP

Banda­ríska leik­kon­an Aubrey Plaza, best þekkt fyr­ir hlut­verk sitt í gam­anþáttaröðinni Parks and Recreati­on, tjáði sig um and­lát eig­in­manns síns, leik­stjór­ans Jeff Baena, í yf­ir­lýs­ingu sem send var á tíma­ritið Page Six á mánu­dag.

Baena, sem var 47 ára gam­all, fannst lát­inn á heim­ili sínu í Los Ang­eles á föstu­dagRétt­ar­meina­fræðing­ur í Los Ang­eles staðfesti að Baena hefði fallið fyr­ir eig­in hendi. 

„Þetta er ólýs­an­leg­ur harm­leik­ur. Við þökk­um fyr­ir veitt­an stuðning og hlýhug í okk­ar garð. Við biðjum ykk­ur að virða friðhelgi einka­lífs­ins á þess­um erfiðu tím­um,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá Plaza og fjöl­skyldu Baena.

Plaza og Baena gengu í hjóna­band á heim­ili sínu árið 2020 eft­ir tíu ára sam­band. 

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon Þú þarf að eiga við fólk með mikinn viljastyrk og aðrar hugmyndir en þú. Þótt fjármálahliðin sé á hreinu er fleira að athuga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell