Fyrrverandi barnastjörnur í hnapphelduna

Glæsileg brúðhjón!
Glæsileg brúðhjón! Samsett mynd

Fyrrverandi barnastjörnurnar Caitlin Hale og Angelo Massagli, best þekkt fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni School of Rock, gengu í það heilaga á fallegum herragarði í New Jersey nú á dögunum.

Hale, 33 ára, og Massagli, 32 ára, kynntust fyrst við gerð kvikmyndarinnar árið 2003 en þau endurnýjuðu kynnin haustið 2016 þegar Hale flutti til Flórída, nálægt þar sem Massagli var búsettur á þeim tíma, og þá tókust með þeim ástir.

Parið trúlofaðist í október á síðasta ári.

Meðleikararnir mættu í brúðkaupið

Hale birti myndir frá brúðkaupsdeginum á Instagram-síðu sinni og deildi meðal annars mynd af brúðhjónunum ásamt nokkrum meðleikurum þeirra úr School of Rock.

Jack Black, sem fór með aðalhlutverkið, var fjarri góðu gamni, en leikarinn hefur þó reglulega hitt hópinn í gegnum tíðina og tekið lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Vertu opin/n fyrir skoðunum annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir